Skáldskapur eða veruleiki? 19. desember 2004 00:01 Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun