Hluti af starfi SÁÁ í uppnámi 20. desember 2004 00:01 Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira