

Ætti að banna reykingar með öllu?
Er líklegt að þetta eigi eftir að smita út frá sér? Önnur ríki eigi eftir að fylgja þessu fordæmi? Það má vel vera. En það verður líklega ekki alveg í bráð. Til þess eru tóbaksreykingar enn of útbreiddar víðast hvar og of miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.
Aftur á móti hefur markvisst verið þrengt að reykingamönnum á undanförnum árum, sérstaklega á Vesturlöndum. Það þekkjum við Íslendingar vel. Okkur er nú til dæmis bannað að fjalla opinberlega um tóbak nema hallmæla því og reykingar eru ekki leyfðar innandyra í opinberum stofnunum. Fjölmörg einkafyrirtæki hafa fylgt því fordæmi.
Enginn dregur lengur í efa óhollustu tóbaksreykinga. Landlæknir hefur fullyrt að á degi hverjum látist einn maður hér á landi af völdum sjúkdóms sem rekja megi til reykinga.Og sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að óbeinar reykingar skaði fólk einnig, það er að segja að reykur frá tóbaki hafi vond áhrif og jafnvel hættuleg á fólk sem ekki reykir. Þetta síðast nefnda hefur aukið mjög stuðning við hugmyndir um að útrýma reykingum sem víðast á almannafæri og þar sem fólk kemur saman.
Írar voru einna fyrstir til að banna reykingar á veitingahúsum. Norðmenn fylgdu á eftir í sumar sem leið og nú eru Svíar og Belgar að fara sömu leið. Á næsta ári hyggjast þessar þjóðir banna reykingar á öllum veitingastöðum í löndum sínum.
Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa fylgst grannt með þessum hræringum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur lýst áhuga á að setja löggjöf sem bannar eða takmarkar verulega reykingar á skemmtistöðum og veitingahúsum hér á landi. Upplýst hefur verið að frumvarp um það efni sé í smíðum í ráðuneyti hans og ef til vill er það þegar tilbúið. Talað var um að leggja það fram á haustþinginu en af því varð ekki. Kannski kemur það fram eftir áramót.
Ekki eru allir sannfærðir um að þetta verði rétt skref, ef stigið verður. Sumir óttast fjárhagslegar afleiðingar fyrir veitingastaði. Bent hefur verið á að hluti veitingastarfseminnar muni í kjölfarið færast inn í einkaklúbba sem ekki muni lúta lögunum og um leið skapist grundvöllur fyrir "svartari" veitingastarfsemi en nú er við lýði. Yfirlýstur tilgangur bannsins er ekki síst að vernda starfsfólk veitingastaða fyrir áhrifum óbeinu reykinganna, en það er helstu fórnarlömb þeirra. En þversögnin er sú að bannið getur leitt til fækkunar veitingahúsa og þar með atvinnumissis fjölda starfsmanna.
Svo eru ýmsir sem vilja líta á málið út frá hreinum pólitískum sjónarmiðum, finnst reykingabann vera af ætt forsjárhyggju og blása á rökin bak við það. Þeir segja að á sama hátt og hver og einni megi reykja heima hjá sér á eigin ábyrgð og bjóða öðrum að gera hið sama, ætti veitingahúsamönnum að vera leyfilegt að bjóða fólki að reykja á eigin ábyrgð á veitingastöðum sínum. Þeir sem eru andvígir tóbaksreykingum, finnst reykurinn óþægilegur og lyktin vond eða óttast um heilsu sína geti bara setið heima. Enginn neyði þetta fólk til að koma á reykfyllta veitinga- og skemmtistaði.
Á móti þessu tefla heilbrigðisyfirvöld röksemdum um að stundum verði hið opinbera að hafa vit fyrir fólki í heilbrigðismálum, t.d. unglingum. Og bent er á að reykingar valdi samfélaginu miklum kostnaði við heilbrigðisþjónustu og ekki sé sjálfgefið að fólki eigi að vera leyfilegt að stofna til útgjalda fyrir ríki og skattborgara með ábyrgðarlausri neyslu og hegðun.
En kannski ætti bara að stíga skrefið til fulls, hætta þessari vitleysu sem reykingar eru og banna þær að fullu? Fara að fordæmi Bútanmanna í Himalayfjöllum? Um það þarf ekki að deila að reykingar eru óhollar, dýrar og frekar sóðalegar. Stafa þá ekki andmælin gegn slíkri ráðstöfun, þegar allt kemur til alls, eingöngu af þröngum peningahagsmunum eða óheilbrigðri fíkn sem fólk hefur ánetjast og nær ekki að brjótast út úr? Verða fíklarnir ekki á endanum þakklátir fyrir frelsið úr viðjum tóbaksins? Og eru ekki næg tækifæri í atvinnu- og viðskiptalífinu fyrir uppbyggilegri starfsemi en tóbakssölu þegar hún hefur verið bönnuð?
Hvað segja lesendur Vísis? Nú er boltinn hjá þeim. Orðið er laust.
Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar