Arnór í stað Snorra 21. desember 2004 00:01 Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar Íslenski handboltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Sjá meira
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar
Íslenski handboltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Sjá meira