Sigruðu úrvalslið Katalóníu
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði úrvalslið Katalóníu með 36 mörkum gegn 34 í vináttuleik í Katalóníu í gærkvöldi. Úrslit réðust í framlengingu en staðan í lok venjulegs leiktíma var 30-30. Dagný Skúladóttir var valin best á vellinum í gærkvöldi en hún var markahæst, skoraði ellefu mörk. Hanna Stefánsdóttir skoraði sjö mörk og Hrafnhildur Skúladóttir fimm.