Siðlaus stefna stjórnvalda 22. desember 2004 00:01 Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira