Kem sterkur til baka 22. desember 2004 00:01 "Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best." Íslenski handboltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira
"Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira