Ólætin í Grindavík rædd á morgun 27. desember 2004 00:01 Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira