Ásgeir Örn til Lemgo 29. desember 2004 00:01 Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Sjá meira
Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Sjá meira