Göngubrúin er slysagildra 27. október 2005 03:15 Göng undir Snorrabraut. Það er ekki heiglum hent að fara göngin undir Snorrabraut og varla fært þegar degi tekur að halla. Þó bílaumferð sé farin að renna hnökralítið um Hringbraut og Snorrabraut eiga fótgangandi og ekki síður hjólandi vegfarendur enn afar erfitt með að komast leiðar sinnar á þessu svæði. Örðugast er þó sennilegast fyrir þá sem vilja komast yfir Hringbrautina nálægt gatnamótunum við Njarðargötu. Annað hvort verður að leita lags og skjótast yfir hinar fjölmörgu akreinar Hringbrautarinnar eða að reyna að komast yfir göngubrúna, sem liggur þarna í tígulegum boga yfir götuna. Síðari kosturinn gæti þó reynst hættulegri, sér í lagi ef farið væri á nokkurri ferð á hjóli yfir brúna þar sem norðurendi hennar endar í nokkurri hæð yfir jörðu. Vegfarendur með barnavagna komast því alls ekki yfir brúna. Þegar blaðamaður var á vettvangi var ekkert að sjá sem gerði vegfarendum viðvart um að þessi endi brúarinnar er hærri en hinn. Engin hætta er þó á að vegfarendur slysist upp á brúna yfir Njarðargötu því þar eru báðir endar enn hátt á lofti. Það er heldur ekki heiglum hent að komast yfir Snorrabraut við gatnamót Hringbrautar. Þar geta reyndar fótfráir brugðið sér í göngin undir götuna en þau geta verið torfarin þegar birtu fer að halla. Til þess er jarðvegurinn allt of ójafn og leiðin ógreið. Til að mynda liggja spýtur, tæki og tól hér og þar sem erfitt getur verið að varast í myrkri. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar, er stefnt að því að framkvæmdum við undirgöngin og göngubrýrnar ljúki um miðjan desember. Borgarstjórn Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Þó bílaumferð sé farin að renna hnökralítið um Hringbraut og Snorrabraut eiga fótgangandi og ekki síður hjólandi vegfarendur enn afar erfitt með að komast leiðar sinnar á þessu svæði. Örðugast er þó sennilegast fyrir þá sem vilja komast yfir Hringbrautina nálægt gatnamótunum við Njarðargötu. Annað hvort verður að leita lags og skjótast yfir hinar fjölmörgu akreinar Hringbrautarinnar eða að reyna að komast yfir göngubrúna, sem liggur þarna í tígulegum boga yfir götuna. Síðari kosturinn gæti þó reynst hættulegri, sér í lagi ef farið væri á nokkurri ferð á hjóli yfir brúna þar sem norðurendi hennar endar í nokkurri hæð yfir jörðu. Vegfarendur með barnavagna komast því alls ekki yfir brúna. Þegar blaðamaður var á vettvangi var ekkert að sjá sem gerði vegfarendum viðvart um að þessi endi brúarinnar er hærri en hinn. Engin hætta er þó á að vegfarendur slysist upp á brúna yfir Njarðargötu því þar eru báðir endar enn hátt á lofti. Það er heldur ekki heiglum hent að komast yfir Snorrabraut við gatnamót Hringbrautar. Þar geta reyndar fótfráir brugðið sér í göngin undir götuna en þau geta verið torfarin þegar birtu fer að halla. Til þess er jarðvegurinn allt of ójafn og leiðin ógreið. Til að mynda liggja spýtur, tæki og tól hér og þar sem erfitt getur verið að varast í myrkri. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar, er stefnt að því að framkvæmdum við undirgöngin og göngubrýrnar ljúki um miðjan desember.
Borgarstjórn Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira