Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra 1. nóvember 2005 06:30 Íslendingar hafa aldrei notað greiðslukortin sín jafnmikið og í ár. Reikna má með því að greiðslukortafærslur Íslendinga í desember verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en í desember í fyrra. Eyðslan í desember verður tæpir 37 milljarðar, eða um 120 þúsund krónur á hvern Íslending. Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember. Innlent Viðskipti Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember.
Innlent Viðskipti Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira