Pólitísk ókyrrð í Þýskalandi 3. nóvember 2005 06:00 Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun