Athugasemd við orð Óttars Guðmundssonar 18. nóvember 2005 06:00 Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun