Athugasemd við orð Óttars Guðmundssonar 18. nóvember 2005 06:00 Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun