Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga 11. desember 2005 09:15 Gerð tvísköttunarsamninga við önnur lönd eykur arðsemi viðskipta milli landa segja þeir Halldór Benjamín Þorbergsson og Jón Elvar Guðmundsson. Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Sjá meira