Sport

Logi Geirsson gefur af sér

Logi Geirsson, landsliðsmaður í handknattleik og atvinnumaður með Lemgo í Þýskalandi, er um margt sérstakur einstaklingur. Fréttablaðið hefur áður greint frá jákvæðum og uppbyggilegum pistlum kappans á heimasíðu sinni þar sem hann opinberar sýn sína á lífið og reynir að smita fólk með jákvæðni sinni. Logi er maður sem vill gefa af sér og hann sýndi það í verki um áramótin er hann ákvað að bjóða langveiku barni og foreldrum til Þýskalands. Þar munu þau verða á hans uppihaldi, horfa á hann spila með Lemgo og fara síðan í útsýnisferð um borgina. "Lifum við ekki einmitt í þeim tilgangi að gera hvort öðru lífið bærilegra? Að mínu mati virðist hamingjan ætluð til að deila henni með öðrum," segir Logi á heimasíðu sinni. Svo sannarlega frábært framtak hjá Loga sem er öðrum til eftirbreytni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×