Átta augnslys eftir fikt 2. janúar 2005 00:01 Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira