Innlent

Lækkun fasteignagjalda á Nesinu

Meirihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að leggja fram tillögu um lækkun fasteignagjalda árið 2005 á Seltjarnarnesi á fundi bæjarstjórnar síðar í mánuðinum. Flokkurinn segir það í samræmi við stefnu hans um ábyrga fjármálastjórn bæjarins og lágar álögur og ætlar að leggja til að álagningarstuðlar fasteignagjalda verði lækkaðir þannig að komið verði til móts við íbúa og skattgreiðendur á Seltjarnarnesi. Verðmæti fasteigna hefur hækkað verulega á Seltjarnarnesi að undanförnu en um áramótin tók nýtt fasteignamat frá Fasteignamati ríkisins gildi sem kveður á um 30% hækkun sérbýlis á Seltjarnarnesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×