Sport

Stórleikur aldarinnar

Mikil stemming er á Akureyri vegna leiks bikarmeistara KA í handknattleik frá árinu 1995, gegn núverandi bikarmeisturum félagsins en leikurinn fer fram í KA-heimilinu í dag og hefst klukkan 15. Nær allir gulldrengirnir frá ´95 verða með og líklega fer hver að verða síðastur til að sjá menn eins og Alfreð Gíslason, Valdimar Grímsson, Erling Kristjánsson og Sigmar Þröst Óskarsson leika alvöru handknattleik. Þá mun landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson leika með liðinu frá ´95 í dag. Gömlu kempurnar hafa flestar hverjar æft stíft að undanförnu og þó að innkoma af leiknum renni til góðgerðamála er ljóst að hart verður tekist á í KA-heimilinu í dag. Búist er við miklu fjölmenni og var forsala á leikinn í gær. KA var stofnað 8. janúar 1928 og er félagið því 77 ára í dag. Af því tilefni verður tilkynnt fyrir leikinn hver hlýtur titilinn Íþróttamaður KA fyrir árið 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×