Lögreglufréttir 7. janúar 2005 00:01 Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira