Hvað liggur Dönum á hjarta? Guðmundur Magnússon skrifar 7. janúar 2005 00:01 Dagblöð endurspegla víðast hvar þjóðfélagsumræðu viðkomandi lands. Blöð í enskumælandi löndum birta daglega bréf þar sem lesendur leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Aðeins eru birt örfá bréf af mörgum sem berast. Á Norðurlöndum birta blöðin einnig lengri greinar frá lesendum; yfirleitt eru það greinar sem skrifaðar eru af fólki sem fylgist af lífi og sál með "umræðunni" hverju sinni og tilheyrir stétt svokallaðra menntamanna.. Sá skemmtilegi dagblaðasiður á Íslandi að birta greinar frá Jóni og Gunnu, venjulegu alþýðufóki, þekkist óvíða utanlands. Sumum finnst sú venja til marks um styrka stöðu lýðræðis á Íslandi; öðrum kann að finnast þetta oftar en ekki daður við skoðanir sem í besta falli eru vel meint rugl. Kannski liggur svo sannleikurinn einhvers staðar þar á milli. Í Danmörku birta dagblöðin aðsent efni frá lesendum eins og hér á landi. Þau geta aðeins birt örfá bréf og greinar af miklum fjölda sem berst. Eins og margir íslenskir lesendur danskra blaða munu kannast við eru þær greinar sem fá náð fyrir augum ritstjórnarfulltrúa viðkomandi blaða yfirleitt skrifaðar af háskólafólki, stjórnmálamönnum eða fólki með sérþekkingu á tilteknum sviðum. Það er nánast óþekkt að sjá langa grein eftir Jón Jónsson alias Lars Petersen í dönsku blaði. Á fjörur Vísis rak grein í danska dagblaðinu Politiken þar sem gerð er úttekt á aðsendum greinum í blaðinu á síðasta ári, 2004. Politiken er merkilegt og aldurhnigið blað og ætla verður að umræðan sem fram fer á síðum þess endurspegli í grófum dráttum þjóðfélagsumræðuna í Danmörku. Per Michael Jespersen fulltrúi ritstjóra segir í umfjöllun um málið að hvorki fleiri né færri en 20 þúsund lesendurPolitiken hafi í fyrra sent blaðinu bréf eða grein til birtingar. Það eru um fimm hundruð innleggg á viku, yfir sjötíu á dag! Það er nokkur aukning frá árinu 2003 þegar Politiken fékk 18.500 innlegg. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að birta nema brot af þessu efni. Og augljóslega þarf fleiri en einn starfsmann til að taka á móti pósti af þessu tagi og ritstýra efninu til birtingar.Hvað liggur þessu fólki á hjarta? Um hvað er það að skrifa? Jespersen finnst athyglisvert hve margir lesendur eru uppteknir af orðum og hugtökum; blaðinu bárust 150 innlegg þar sem rætt var um danska tungu og orðfæri manna í opinberum umræðum. Dönum stendur greinilega ekki á sama um það hvernig menn nota tunguna, hvaða orð menn beita fyrir sig. Þetta efni er af margvíslegu tagi, t.d. fer það í taugarnar á mörgum lesendum þegar blöðin birta slanguryrði, erlend orð eða þegar farið er rangt með orð og hugtök á síðum blaðanna. Það efni sem flestir skrifuðu um í Politiken var málefni útlendinga. Heita má enda að um annað sé vart talað í Danmörku um þessar mundir. Eins og mörgum er kunnugt hafa orðið gífurleg sinnaskipti í afstöðu Dana til útlendinga sem setjast vilja að í landinu . Um 1.200 innleg bárust til blaðsins um þennan málaflokk. Til umræðu voru sérstaklega hin nýju útlendingalög Dana, sem íslensk stjórnvöld hafa að nokkru leyti tekið sér til fyrirmyndar; til að mynda var hin svokallaða 24 ára regla, sem við tókum eftir Dönum, eitt heitasta deilumálið á síðum dönsku blaðanna í fyrra. Varð gríðarleg aukning á skrifum um þetta efni undir lok ársins í kjölfar morðsins á Theo van Gogh í Hollandi. Voru þá takmörk tjáningarfrelsisins á Vesturlöndum í deiglunni. Næst á eftir útlendingamálum voru mennta- eða skólamál helsta hugðarefni lesenda sem lögðu orð í belg. Flestir þeirra voru voru raunar kennarar eða námsmenn. Eitt þúsund innlegg um þetta efni bárust til Politiken. Mikil aukning varð á skrifum um þennan málaflokk þegar niðurstöður PISA-rannsóknarinnar frá OECD bárust í haust en það mál kom einnig til umræðu hér á landi eins og einhverjir muna kannski. Auk PISA-málsins ræddu Danir undir þessum flokki einkum spurninguna um hvaða höfunda bóka og menningarframleiðslu af öðru tagi (listamenn, arkitekta, hönnuði etc.) danskir skólanemendur ættu að þekkja. Sýndist sitt hverjum eins og gefur að skilja. Í þriðja sæti Politiken yfir helstu hugðarefni lesenda blaðsins koma málefni Evrópusambandsins. Gat nú verið! Um það bárust 850 innlegg - tvöfalt fleiri en árið áður. Rætt var um aðild Tyrklands að sambandinu, nýju framkvæmdastjórnina og fyrirhugaða stjórnarskrá svo nokkuð sé nefnt.Íraksstríðið, sem var helsta umræðuefni lesenda árið 2003, var í fjórða sætinu í fyrra, 800 innlegg bárust. Menn ræddu hlut Dana í stríðinu, pyntingar í fangelsum, umsátrtið um Fallujah, hlutverk Sameinuðu þjóðanna og svo framvegis. Svo voru ótal önnur mál til umræðu, til dæmis málefni samkynhneigðra (sérstaklega spurningin um rétt þeirra til að ganga í hjónaband) og konungsfjölskyldan var sífellt tilefni til hugleiðinga. Einnig var rætt um sveitarfélagsmálefni, danska ríkisútvarpið, skattamál, umferðarmál, vændi, barnauppeldi og þannig mætti áfram telja.Svona var þá þjóðfélagsumræðan í Danmörku í fyrra eins og hún endurspeglaðist á síðum Politiken. Var hún öðru vísi Íslandi? Um það hefur engin skipuleg könnun verið gerð sem við vitum um. En þeir sem lesa íslensk dagblöð af athygli geta auðveldlega rifjað upp hvað var helst til umræðu á síðum þeirra í fyrra. Um ekkert eitt mál voru jafn margar greinar birtar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu og um fjölmiðlafrumvarpið sáluga. Þar næst er líklegt að Íraksstríðið og aðild Íslendinga að því hafi komið. Í þriðja sæti má vera að heimastjórnarafmælið hafi lent. En ekki er ólíklegt að hefðbundin umræðuefni íslensks samfélags hafi verið á næstu grösum: kvótakerfið, samgöngumál, byggðamál og kjaramálin. Síðast nefndu málin fengu að sjálfsögðu mikla athygli á haustmánuðum meðan kennaraverkfallið stóð yfir. Talsvert var einnig skrifað um útlendingamál en líklega hlutfallslega mun minna en í Danmörku. Evrópumál voru að venju til umræðu en ekki verður sagt að sú umræða hafi verið umsvifamikil. Í heildina tekið má kannski segja að umræðuefni okkar Íslendinga í dagblöðunum hafi meira snúið að innri málefnum íslensks þjóðfélags, mörgum raunar mikilvægum, en umræðuefni Dana frekar beinst að evrópskum og alþjóðlegum málefnum og svo hreinum þjóðernismálum eins og stöðu útlendinga í landinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Dagblöð endurspegla víðast hvar þjóðfélagsumræðu viðkomandi lands. Blöð í enskumælandi löndum birta daglega bréf þar sem lesendur leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Aðeins eru birt örfá bréf af mörgum sem berast. Á Norðurlöndum birta blöðin einnig lengri greinar frá lesendum; yfirleitt eru það greinar sem skrifaðar eru af fólki sem fylgist af lífi og sál með "umræðunni" hverju sinni og tilheyrir stétt svokallaðra menntamanna.. Sá skemmtilegi dagblaðasiður á Íslandi að birta greinar frá Jóni og Gunnu, venjulegu alþýðufóki, þekkist óvíða utanlands. Sumum finnst sú venja til marks um styrka stöðu lýðræðis á Íslandi; öðrum kann að finnast þetta oftar en ekki daður við skoðanir sem í besta falli eru vel meint rugl. Kannski liggur svo sannleikurinn einhvers staðar þar á milli. Í Danmörku birta dagblöðin aðsent efni frá lesendum eins og hér á landi. Þau geta aðeins birt örfá bréf og greinar af miklum fjölda sem berst. Eins og margir íslenskir lesendur danskra blaða munu kannast við eru þær greinar sem fá náð fyrir augum ritstjórnarfulltrúa viðkomandi blaða yfirleitt skrifaðar af háskólafólki, stjórnmálamönnum eða fólki með sérþekkingu á tilteknum sviðum. Það er nánast óþekkt að sjá langa grein eftir Jón Jónsson alias Lars Petersen í dönsku blaði. Á fjörur Vísis rak grein í danska dagblaðinu Politiken þar sem gerð er úttekt á aðsendum greinum í blaðinu á síðasta ári, 2004. Politiken er merkilegt og aldurhnigið blað og ætla verður að umræðan sem fram fer á síðum þess endurspegli í grófum dráttum þjóðfélagsumræðuna í Danmörku. Per Michael Jespersen fulltrúi ritstjóra segir í umfjöllun um málið að hvorki fleiri né færri en 20 þúsund lesendurPolitiken hafi í fyrra sent blaðinu bréf eða grein til birtingar. Það eru um fimm hundruð innleggg á viku, yfir sjötíu á dag! Það er nokkur aukning frá árinu 2003 þegar Politiken fékk 18.500 innlegg. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að birta nema brot af þessu efni. Og augljóslega þarf fleiri en einn starfsmann til að taka á móti pósti af þessu tagi og ritstýra efninu til birtingar.Hvað liggur þessu fólki á hjarta? Um hvað er það að skrifa? Jespersen finnst athyglisvert hve margir lesendur eru uppteknir af orðum og hugtökum; blaðinu bárust 150 innlegg þar sem rætt var um danska tungu og orðfæri manna í opinberum umræðum. Dönum stendur greinilega ekki á sama um það hvernig menn nota tunguna, hvaða orð menn beita fyrir sig. Þetta efni er af margvíslegu tagi, t.d. fer það í taugarnar á mörgum lesendum þegar blöðin birta slanguryrði, erlend orð eða þegar farið er rangt með orð og hugtök á síðum blaðanna. Það efni sem flestir skrifuðu um í Politiken var málefni útlendinga. Heita má enda að um annað sé vart talað í Danmörku um þessar mundir. Eins og mörgum er kunnugt hafa orðið gífurleg sinnaskipti í afstöðu Dana til útlendinga sem setjast vilja að í landinu . Um 1.200 innleg bárust til blaðsins um þennan málaflokk. Til umræðu voru sérstaklega hin nýju útlendingalög Dana, sem íslensk stjórnvöld hafa að nokkru leyti tekið sér til fyrirmyndar; til að mynda var hin svokallaða 24 ára regla, sem við tókum eftir Dönum, eitt heitasta deilumálið á síðum dönsku blaðanna í fyrra. Varð gríðarleg aukning á skrifum um þetta efni undir lok ársins í kjölfar morðsins á Theo van Gogh í Hollandi. Voru þá takmörk tjáningarfrelsisins á Vesturlöndum í deiglunni. Næst á eftir útlendingamálum voru mennta- eða skólamál helsta hugðarefni lesenda sem lögðu orð í belg. Flestir þeirra voru voru raunar kennarar eða námsmenn. Eitt þúsund innlegg um þetta efni bárust til Politiken. Mikil aukning varð á skrifum um þennan málaflokk þegar niðurstöður PISA-rannsóknarinnar frá OECD bárust í haust en það mál kom einnig til umræðu hér á landi eins og einhverjir muna kannski. Auk PISA-málsins ræddu Danir undir þessum flokki einkum spurninguna um hvaða höfunda bóka og menningarframleiðslu af öðru tagi (listamenn, arkitekta, hönnuði etc.) danskir skólanemendur ættu að þekkja. Sýndist sitt hverjum eins og gefur að skilja. Í þriðja sæti Politiken yfir helstu hugðarefni lesenda blaðsins koma málefni Evrópusambandsins. Gat nú verið! Um það bárust 850 innlegg - tvöfalt fleiri en árið áður. Rætt var um aðild Tyrklands að sambandinu, nýju framkvæmdastjórnina og fyrirhugaða stjórnarskrá svo nokkuð sé nefnt.Íraksstríðið, sem var helsta umræðuefni lesenda árið 2003, var í fjórða sætinu í fyrra, 800 innlegg bárust. Menn ræddu hlut Dana í stríðinu, pyntingar í fangelsum, umsátrtið um Fallujah, hlutverk Sameinuðu þjóðanna og svo framvegis. Svo voru ótal önnur mál til umræðu, til dæmis málefni samkynhneigðra (sérstaklega spurningin um rétt þeirra til að ganga í hjónaband) og konungsfjölskyldan var sífellt tilefni til hugleiðinga. Einnig var rætt um sveitarfélagsmálefni, danska ríkisútvarpið, skattamál, umferðarmál, vændi, barnauppeldi og þannig mætti áfram telja.Svona var þá þjóðfélagsumræðan í Danmörku í fyrra eins og hún endurspeglaðist á síðum Politiken. Var hún öðru vísi Íslandi? Um það hefur engin skipuleg könnun verið gerð sem við vitum um. En þeir sem lesa íslensk dagblöð af athygli geta auðveldlega rifjað upp hvað var helst til umræðu á síðum þeirra í fyrra. Um ekkert eitt mál voru jafn margar greinar birtar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu og um fjölmiðlafrumvarpið sáluga. Þar næst er líklegt að Íraksstríðið og aðild Íslendinga að því hafi komið. Í þriðja sæti má vera að heimastjórnarafmælið hafi lent. En ekki er ólíklegt að hefðbundin umræðuefni íslensks samfélags hafi verið á næstu grösum: kvótakerfið, samgöngumál, byggðamál og kjaramálin. Síðast nefndu málin fengu að sjálfsögðu mikla athygli á haustmánuðum meðan kennaraverkfallið stóð yfir. Talsvert var einnig skrifað um útlendingamál en líklega hlutfallslega mun minna en í Danmörku. Evrópumál voru að venju til umræðu en ekki verður sagt að sú umræða hafi verið umsvifamikil. Í heildina tekið má kannski segja að umræðuefni okkar Íslendinga í dagblöðunum hafi meira snúið að innri málefnum íslensks þjóðfélags, mörgum raunar mikilvægum, en umræðuefni Dana frekar beinst að evrópskum og alþjóðlegum málefnum og svo hreinum þjóðernismálum eins og stöðu útlendinga í landinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun