Sport

Garcia kominn í leitirnar

Jaliesky Garcia, landsliðsmaður í handbolta, er kominn í leitirnar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, talaði við Garcia seint í gærkvöldi en þá var leikmaðurinn staddur á Púertó Ríkó. Ekkert hafði náðst í Garcia í nokkrar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Garcia var á Kúbu við jarðarför föður síns og fór þaðan til Púertó Ríkó í frí með eiginkonu sinni. Einar Þorvarðarson sagði í samtali við íþróttadeildina í morgun að Garcia væri ekki meiddur og það væri algerlega á valdi landsliðsþjálfarans hvort hann veldi leikmanninn. Ekki náðist í Viggó Sigurðsson fyrir fréttir en landsliðið var á æfingu í hádeginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×