Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði 10. janúar 2005 00:01 Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira