Gallup stendur við könnunina 10. janúar 2005 00:01 IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira