Hagræn áhrif á orðanotkun 10. janúar 2005 00:01 Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-)
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun