Geðsjúkir rifnir upp með rótum 13. október 2005 15:20 Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira