Miltisbrandur undir Hlemmi 13. október 2005 15:20 Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira