Gætu fengið fimmtán ára fangelsi 13. október 2005 15:20 Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira