Nefnd skoðar ásakanir á Impregilo 13. október 2005 15:20 Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram á hendur Impregilo, t.a.m. hvað varðar skattskil, launamál og aðbúnað starfsmanna. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem lagði málið fyrir á ríkisstjórnarfundinum í morgun, segir að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytisstjórarnir komi saman sem fyrst til að fara yfir málið. Hann á jafnvel von á því að það verði í þessari viku. Málið verður hins vegar ekki leyst á einum fundi að sögn ráðherrans en hann segir eitthvað í því eiga við rök að styðjast, annað ekki. Mörgum er í fersku minni þegar formaður Framsóknarflokksins þakkaði Impreglio sérstaklega fyrir að hafa boðið í verkið við Kárahnjúka og taldi það boð forsendu þess að hægt var að hefjast handa fyrr en ella. En er komið á daginn að þetta hafi verið mistök? Félagsmálaráðherra segir málið ekki snúast eingöngu um eitt fyrirtæki heldur stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og eina stærstu framkvæmd í Evrópu. Það kunni vel að vera að eitthvað í ferlinu þurfi að bæta og þá verði það gert. Þær raddir hafa heyrst að Impregilo hafi kverkatak á stjórnvöldum þar sem allar frekari tafir á verkinu geti kallað á háa skaðabótakröfu frá eigendum álversins - að þetta valdi því að fyrirtækið fái sérstaka meðferð. Félagsmálaráðherra hafnar því að verið sé að taka á fyrirtækinu með silkihönskum heldur fái það sömu meðferð og önnur fyrirtæki. En hvort að verkið tefst eða því verði flýtt segir ráðherra það ekki koma málinu við. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram á hendur Impregilo, t.a.m. hvað varðar skattskil, launamál og aðbúnað starfsmanna. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem lagði málið fyrir á ríkisstjórnarfundinum í morgun, segir að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytisstjórarnir komi saman sem fyrst til að fara yfir málið. Hann á jafnvel von á því að það verði í þessari viku. Málið verður hins vegar ekki leyst á einum fundi að sögn ráðherrans en hann segir eitthvað í því eiga við rök að styðjast, annað ekki. Mörgum er í fersku minni þegar formaður Framsóknarflokksins þakkaði Impreglio sérstaklega fyrir að hafa boðið í verkið við Kárahnjúka og taldi það boð forsendu þess að hægt var að hefjast handa fyrr en ella. En er komið á daginn að þetta hafi verið mistök? Félagsmálaráðherra segir málið ekki snúast eingöngu um eitt fyrirtæki heldur stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og eina stærstu framkvæmd í Evrópu. Það kunni vel að vera að eitthvað í ferlinu þurfi að bæta og þá verði það gert. Þær raddir hafa heyrst að Impregilo hafi kverkatak á stjórnvöldum þar sem allar frekari tafir á verkinu geti kallað á háa skaðabótakröfu frá eigendum álversins - að þetta valdi því að fyrirtækið fái sérstaka meðferð. Félagsmálaráðherra hafnar því að verið sé að taka á fyrirtækinu með silkihönskum heldur fái það sömu meðferð og önnur fyrirtæki. En hvort að verkið tefst eða því verði flýtt segir ráðherra það ekki koma málinu við.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira