Nú stendur yfir síðasti leikur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á fjögurra þjóða mótinu á Spáni en leikið er gegn Egyptum. Liðið steinlá fyrir Spánverjum, 39-31, í gær. Róbert Gunnarsson var markahæstur og skoraði níu mörk og Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með sjö. Við töpuðum einnig fyrir Frökkum á föstudag. Leikurinn gegn Egyptum er síðasti leikur liðsins fyrir HM í Túnis sem hefst 23.janúar með leik gegn Tékkum.