Egyptar í valnum gegn Íslandi 16. janúar 2005 00:01 Leikirnir eru þeir síðustu sem landsliðið spilar áður en haldið er til Túnis en þar hefst Heimsmeistaramótið um næstu helgi. Viggó var talsvert ánægðari með frammistöðu strákanna gegn Egyptum en í fyrradag gegn Spánverjum. Þá héldu þeir í við andstæðinga sína fram á síðustu mínútur þegar stíflan brast og Spánverjar skoruðu tíu mörk í röð án þess að íslenska liðið fengi rönd við reist. "Það má segja að sigurinn hafi síst verið of stór en ég er engu að síður ánægður. Strákarnir gerðu það sem lagt var upp með í upphafi og þeir uppskáru eftir því. Liðið gerði engin slæm mistök eins og raunin varð gegn Spánverjum en á það ber að líta að Egyptar eru þrepi neðar í klassa en Spánverjar og Frakkar." Róbert Gunnarsson var markahæstur íslensku leikmannanna í þessum leik eins og reyndar hinum tveimur líka. Verður gaman að fylgjast með honum á HM enda virðist hann blómstra á hárréttum tíma fyrir liðið en gegn Egyptunum náðu Íslendingarnir að skora mörg mörk úr hraðupphlaupum og sagði Viggó það góðs vita. "Nú æfum við í nokkra daga í viðbót í Madríd og höldum svo til Túnis og ég tel hópinn vera fullkomlega til í þann slag sem þar verður. Hvað varðar mínar eigin væntingar þá stefni ég ótrauður eins langt og mögulegt er í Túnis og þessi mannskapur er á sömu línu." Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 8, Alexander Petersson 6, Guðjón Valur 5, Ólafur Stefánsson 5, Vilhjálmur Ingi 3, Dagur Sigurðsson 2, Markús Máni 1 og Logi Geirsson 1. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Leikirnir eru þeir síðustu sem landsliðið spilar áður en haldið er til Túnis en þar hefst Heimsmeistaramótið um næstu helgi. Viggó var talsvert ánægðari með frammistöðu strákanna gegn Egyptum en í fyrradag gegn Spánverjum. Þá héldu þeir í við andstæðinga sína fram á síðustu mínútur þegar stíflan brast og Spánverjar skoruðu tíu mörk í röð án þess að íslenska liðið fengi rönd við reist. "Það má segja að sigurinn hafi síst verið of stór en ég er engu að síður ánægður. Strákarnir gerðu það sem lagt var upp með í upphafi og þeir uppskáru eftir því. Liðið gerði engin slæm mistök eins og raunin varð gegn Spánverjum en á það ber að líta að Egyptar eru þrepi neðar í klassa en Spánverjar og Frakkar." Róbert Gunnarsson var markahæstur íslensku leikmannanna í þessum leik eins og reyndar hinum tveimur líka. Verður gaman að fylgjast með honum á HM enda virðist hann blómstra á hárréttum tíma fyrir liðið en gegn Egyptunum náðu Íslendingarnir að skora mörg mörk úr hraðupphlaupum og sagði Viggó það góðs vita. "Nú æfum við í nokkra daga í viðbót í Madríd og höldum svo til Túnis og ég tel hópinn vera fullkomlega til í þann slag sem þar verður. Hvað varðar mínar eigin væntingar þá stefni ég ótrauður eins langt og mögulegt er í Túnis og þessi mannskapur er á sömu línu." Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 8, Alexander Petersson 6, Guðjón Valur 5, Ólafur Stefánsson 5, Vilhjálmur Ingi 3, Dagur Sigurðsson 2, Markús Máni 1 og Logi Geirsson 1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira