Er Framsókn að klofna? Guðmundur Magnússon skrifar 17. janúar 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu mælst í sögulegu lágmarki í skoðanakönnunum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun þessa mánaðar, nýtur flokkurinn aðeins stuðnings 12% kjósenda. Í alþingiskosningunum fyrir tveimur árum fékk hann 17,7% atkvæða og í kosningunum 1999 fékk hann 18,4%. Framsóknarmenn eru að vonum ekki glaðir yfir þessum tölum en þeir benda á - og það réttilega - að flokknum vegnar yfirleitt betur í raunverulegum kosningum en í könnunum á milli kosninga. Þetta sýnir kannski að hugtakið "genetískir framsóknarmenn" er ekki alveg út í hött. Ekki er ólíklegt að Framsókn kæmi betur út úr fylgiskönnun sem væri gerð þessa dagana þegar flokkurinn "logar stafna á milli í átökum" (eins og það yrði orðað ef verið væri að skrifa frétt um málið í DV). Það stafar af því einkennilega lögmáli stjórnmálanna að flokkur sem á opinberum innbyrðis deilum, þar sem flokksmenn og flokksforingjar standa jafnvel í hávaðarifrildi, snertir einhverja strengi hjá kjósendum; þeir laðast að honum; finnst hann spennandi. Deilur í flokkum eru næstum alltaf ávísun á aukið fylgi - um stund að minnsta kosti; en það fylgi er sveiflukennt og ekki varanlegt. Tímabundnar deilur, sem eru settar niður á skynsamlegan hátt, geta með öðrum orðum verið stjórnmálaflokki til framdráttar. Endalaus átök gera ekki sama gagn; þau draga mátt úr flokkum og eyðileggja þá að lokum. Mörg dæmi eru um þetta hvort tveggja í íslenskri stjórnmálasögu. Auðvitað eru það ýkjur að tala um að Framsókn "logi stafna á milli". Fram hjá hinu verður þó ekki horft að orðahnippingar framsóknarmanna og ummæli ýmissa áhrifamanna í flokknum að undanförnu eru merki um alvarlegt ósamkomulag. Menn utan flokksins eiga erfitt með að átta sig á eðli þessa ágreinings, um hvað hann snýst. En um það eru flestir sammála að hann virðist frekar snúast um menn en málefni. Þó spilar málefnalegur ágreiningur einnig inn í. Með nokkurri einföldun má segja að deilur framsóknarmanna fari fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar í höfuðborginni þar sem lýstur saman Alfreð Þorsteinssyni borgarjarli flokksins og hópi innan framsóknarfélaganna í Reykjavík sem er - og hefur lengi verið - honum andsnúinn. Andstæðingar Alfreðs eru ósáttir við það hvernig hann hefur farið með völd sín í höfuðborginni, finnst hann nær eingöngu hafa skarað eld að eigin köku en ekki hugsað um hagsmuni flokksins. Um réttmæti þessa eiga utanflokksmenn erfitt að dæma. Andstæðingarnir telja að Framsókn hafi ekki mikið á R-lista samstarfinu að græða; skynsamlegra sé að efla flokksfélögin í borginni og bjóða fram undir eigin nafni og númeri. Þeim hugnast ekkert síður samstarf við sjálfstæðismenn en vinstri flokkana, Samfylkingu og Vinstri græna, og benda á að það hafi skilað góðum árangri á Alþingi. Þessir menn vita að forystumenn þeirra á Alþingi og í ríkisstjórn eru þeim í veigamiklum atriðum samstíga. Á landsmálavettvangi virðast takast á fulltrúar gamla og nýja Framsóknarflokksins, dreifbýlis og þéttbýlis, félagshyggju og frjálshyggju, vinstri og hægri. Gamli flokkurinn er reyndar smám saman að deyja út en öðruhverju sýnist lífsmark með honum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður flokksins er gjarnan talinn fremstur meðal jafningja í þessari fylkingu innan flokksins (og eru þá utangarðsmenn eins og Kristinn H. Gunnarsson ekki taldir með). Nú virðast nýframsóknarmenn telja að kominn sé tími á Guðna í varaformannsembættinu. Það telur Guðna sig skynja. Hann og hans menn telja að á flokksþinginu í febrúar verði Árni Magnússon félagsmálaráðherra boðinn fram í embætti varaformanns. Þetta er óvænt uppákomu og ekki skrýtið að Guðna sé brugðið. Hann fór á milli fjölmiðla með ögrandi yfirlýsingar um helgina og lét í það skína að það yrði dýrkeypt að velta sér úr sessi. Viðbrögðin voru hörð: Halldór Ásgrímsson gaf út sérstaka fréttatilkynningu í gær þar sem hann gerði lítið úr orðum Guðna um Íraksmálið. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem er sérstakur verndari stjórnarsamstarfsins, setti ofan í við Guðna í Staksteinum. Hann mun mæta óblíðu augnaráði flokksbræðra á næsta þingflokksfundi og loft verður lævi blandið á ríkisstjórnarfundum næstu daga. Í fjölmiðlum í dag segir Árni Magnússon að hann sé ekkert í framboðshugleiðingum. Skjátlaðist Guðna þá eða sneru nýframsóknarmenn við blaðinu þegar þeim varð ljóst að framboðið var ekki tímabært, átti ekki nægilega sterkan hljómgrunn? En ekki er útilokað að annar frambjóðandi komi í ljós.Hvað gerist næst? Hvar endar þetta? Um það skal ekkert fullyrt. Líklegt er að átökin um R-listann verði ekki útkljáð fyrr en í haust þegar undirbúningur borgarstjórnarkosninga vorið 2006 hefst. Meiri líkur en minni eru á því að Framsókn dragi sig út. Þá er valdaskeiði Alfreðs Þorsteinssonar í Reykjavík lokið. Hann mun aldrei reyna sérframboð. En það er svo annar handleggur hvort Framsókn eigi sér viðreisnar von í borginni.Verður Guðna steypt á flokksþingi? Það er ekki hægt að útiloka það. Meira að segja Guðni hefur viðurkennt að Árni Magnússon sé "erfðaprins" flokksins. Sú mótbára verður talin léttvæg að hans tími sé ekki kominn úr því ekki er deilt um manninn sjálfan. En hvort varaformannsslagur, ef til hans kemur, leysi síðan úr læðingi átök um málefni og svo aðra menn á eftir að koma í ljós. Allsherjar ófriður í flokki, sem þykir jafn vænt um áhrif og völd og hefur jafn marga hlöðukálfa á framfæri og Framsókn hefur, er ekki sennileg framvinda.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu mælst í sögulegu lágmarki í skoðanakönnunum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun þessa mánaðar, nýtur flokkurinn aðeins stuðnings 12% kjósenda. Í alþingiskosningunum fyrir tveimur árum fékk hann 17,7% atkvæða og í kosningunum 1999 fékk hann 18,4%. Framsóknarmenn eru að vonum ekki glaðir yfir þessum tölum en þeir benda á - og það réttilega - að flokknum vegnar yfirleitt betur í raunverulegum kosningum en í könnunum á milli kosninga. Þetta sýnir kannski að hugtakið "genetískir framsóknarmenn" er ekki alveg út í hött. Ekki er ólíklegt að Framsókn kæmi betur út úr fylgiskönnun sem væri gerð þessa dagana þegar flokkurinn "logar stafna á milli í átökum" (eins og það yrði orðað ef verið væri að skrifa frétt um málið í DV). Það stafar af því einkennilega lögmáli stjórnmálanna að flokkur sem á opinberum innbyrðis deilum, þar sem flokksmenn og flokksforingjar standa jafnvel í hávaðarifrildi, snertir einhverja strengi hjá kjósendum; þeir laðast að honum; finnst hann spennandi. Deilur í flokkum eru næstum alltaf ávísun á aukið fylgi - um stund að minnsta kosti; en það fylgi er sveiflukennt og ekki varanlegt. Tímabundnar deilur, sem eru settar niður á skynsamlegan hátt, geta með öðrum orðum verið stjórnmálaflokki til framdráttar. Endalaus átök gera ekki sama gagn; þau draga mátt úr flokkum og eyðileggja þá að lokum. Mörg dæmi eru um þetta hvort tveggja í íslenskri stjórnmálasögu. Auðvitað eru það ýkjur að tala um að Framsókn "logi stafna á milli". Fram hjá hinu verður þó ekki horft að orðahnippingar framsóknarmanna og ummæli ýmissa áhrifamanna í flokknum að undanförnu eru merki um alvarlegt ósamkomulag. Menn utan flokksins eiga erfitt með að átta sig á eðli þessa ágreinings, um hvað hann snýst. En um það eru flestir sammála að hann virðist frekar snúast um menn en málefni. Þó spilar málefnalegur ágreiningur einnig inn í. Með nokkurri einföldun má segja að deilur framsóknarmanna fari fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar í höfuðborginni þar sem lýstur saman Alfreð Þorsteinssyni borgarjarli flokksins og hópi innan framsóknarfélaganna í Reykjavík sem er - og hefur lengi verið - honum andsnúinn. Andstæðingar Alfreðs eru ósáttir við það hvernig hann hefur farið með völd sín í höfuðborginni, finnst hann nær eingöngu hafa skarað eld að eigin köku en ekki hugsað um hagsmuni flokksins. Um réttmæti þessa eiga utanflokksmenn erfitt að dæma. Andstæðingarnir telja að Framsókn hafi ekki mikið á R-lista samstarfinu að græða; skynsamlegra sé að efla flokksfélögin í borginni og bjóða fram undir eigin nafni og númeri. Þeim hugnast ekkert síður samstarf við sjálfstæðismenn en vinstri flokkana, Samfylkingu og Vinstri græna, og benda á að það hafi skilað góðum árangri á Alþingi. Þessir menn vita að forystumenn þeirra á Alþingi og í ríkisstjórn eru þeim í veigamiklum atriðum samstíga. Á landsmálavettvangi virðast takast á fulltrúar gamla og nýja Framsóknarflokksins, dreifbýlis og þéttbýlis, félagshyggju og frjálshyggju, vinstri og hægri. Gamli flokkurinn er reyndar smám saman að deyja út en öðruhverju sýnist lífsmark með honum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður flokksins er gjarnan talinn fremstur meðal jafningja í þessari fylkingu innan flokksins (og eru þá utangarðsmenn eins og Kristinn H. Gunnarsson ekki taldir með). Nú virðast nýframsóknarmenn telja að kominn sé tími á Guðna í varaformannsembættinu. Það telur Guðna sig skynja. Hann og hans menn telja að á flokksþinginu í febrúar verði Árni Magnússon félagsmálaráðherra boðinn fram í embætti varaformanns. Þetta er óvænt uppákomu og ekki skrýtið að Guðna sé brugðið. Hann fór á milli fjölmiðla með ögrandi yfirlýsingar um helgina og lét í það skína að það yrði dýrkeypt að velta sér úr sessi. Viðbrögðin voru hörð: Halldór Ásgrímsson gaf út sérstaka fréttatilkynningu í gær þar sem hann gerði lítið úr orðum Guðna um Íraksmálið. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem er sérstakur verndari stjórnarsamstarfsins, setti ofan í við Guðna í Staksteinum. Hann mun mæta óblíðu augnaráði flokksbræðra á næsta þingflokksfundi og loft verður lævi blandið á ríkisstjórnarfundum næstu daga. Í fjölmiðlum í dag segir Árni Magnússon að hann sé ekkert í framboðshugleiðingum. Skjátlaðist Guðna þá eða sneru nýframsóknarmenn við blaðinu þegar þeim varð ljóst að framboðið var ekki tímabært, átti ekki nægilega sterkan hljómgrunn? En ekki er útilokað að annar frambjóðandi komi í ljós.Hvað gerist næst? Hvar endar þetta? Um það skal ekkert fullyrt. Líklegt er að átökin um R-listann verði ekki útkljáð fyrr en í haust þegar undirbúningur borgarstjórnarkosninga vorið 2006 hefst. Meiri líkur en minni eru á því að Framsókn dragi sig út. Þá er valdaskeiði Alfreðs Þorsteinssonar í Reykjavík lokið. Hann mun aldrei reyna sérframboð. En það er svo annar handleggur hvort Framsókn eigi sér viðreisnar von í borginni.Verður Guðna steypt á flokksþingi? Það er ekki hægt að útiloka það. Meira að segja Guðni hefur viðurkennt að Árni Magnússon sé "erfðaprins" flokksins. Sú mótbára verður talin léttvæg að hans tími sé ekki kominn úr því ekki er deilt um manninn sjálfan. En hvort varaformannsslagur, ef til hans kemur, leysi síðan úr læðingi átök um málefni og svo aðra menn á eftir að koma í ljós. Allsherjar ófriður í flokki, sem þykir jafn vænt um áhrif og völd og hefur jafn marga hlöðukálfa á framfæri og Framsókn hefur, er ekki sennileg framvinda.gm@frettabladid.is
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun