Rifbrotinn og allur lurkum laminn 17. janúar 2005 00:01 "Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
"Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira