Engin lognmolla framundan 17. janúar 2005 00:01 Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann. Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira