Rannsaka erfðir á alkahólisma 18. janúar 2005 00:01 Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira