Sniffuðu kókaín á salernisvaskinum 20. janúar 2005 00:01 Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum. Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira
Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum.
Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira