KB stefnir Mjólkurfélaginu 20. janúar 2005 00:01 KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira