Þurfum að klípa þá og pirra 22. janúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn