Ungu strákarnir gefa nýja sýn 22. janúar 2005 00:01 Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði. Íslenski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira