Kárahnjúkar og Írak á Alþingi 23. janúar 2005 00:01 Alþingi kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi og hefst þingfundur klukkan þrjú með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og eru formenn þingflokkanna sammála um að Íraksmálið muni að öllum líkindum koma upp í umræðunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að sviptingar í utanríkismálum og vinnumarkaðsmál við Kárahnjúka verði líklega meðal þeirra mála sem upp komi á Alþingi í dag. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segjast aðspurðir allir eiga von á því að fjallað verði um Íraksmálið í ljósi þess sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu. Steingrímur J. Sigfússon segist eiga von á líflegum tímum framundan á Alþingi. "Þetta verður að öllum líkindum líflegra þing en maður gæti átt von á í ljósi þess að það er á miðju kjörtímabili. Það ræðst auðvitað af því hvaða mál koma frá ríkisstjórninni en vissulega eru mörg stór mál í umræðunni. Það er ákveðinn óróleiki til staðar og hnökrar í stjórnarsamstarfinu, enda finna allir að það stendur ekki á mjög traustum fótum. Líkurnar á óvæntum tíðindum eru til staðar og skapa vissa spennu," segir Steingrímur. Þá er búist við því að þingflokkarnir ræði sérstaklega á fundum sínum í dag hvort brotið hafi verið gegn lögum um meðferð trúnaðarupplýsinga í utanríkismálanefnd í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um efni funda nefndarinnar í febrúar og mars 2003. Einar K. Guðfinnsson segir augljóst mál að það verði rætt enda hafi utanríkismálanefnd verið kölluð saman til fundar síðar í vikunni til að fjalla um meðferð trúnaðarupplýsinga. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Alþingi kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi og hefst þingfundur klukkan þrjú með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og eru formenn þingflokkanna sammála um að Íraksmálið muni að öllum líkindum koma upp í umræðunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að sviptingar í utanríkismálum og vinnumarkaðsmál við Kárahnjúka verði líklega meðal þeirra mála sem upp komi á Alþingi í dag. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segjast aðspurðir allir eiga von á því að fjallað verði um Íraksmálið í ljósi þess sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu. Steingrímur J. Sigfússon segist eiga von á líflegum tímum framundan á Alþingi. "Þetta verður að öllum líkindum líflegra þing en maður gæti átt von á í ljósi þess að það er á miðju kjörtímabili. Það ræðst auðvitað af því hvaða mál koma frá ríkisstjórninni en vissulega eru mörg stór mál í umræðunni. Það er ákveðinn óróleiki til staðar og hnökrar í stjórnarsamstarfinu, enda finna allir að það stendur ekki á mjög traustum fótum. Líkurnar á óvæntum tíðindum eru til staðar og skapa vissa spennu," segir Steingrímur. Þá er búist við því að þingflokkarnir ræði sérstaklega á fundum sínum í dag hvort brotið hafi verið gegn lögum um meðferð trúnaðarupplýsinga í utanríkismálanefnd í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um efni funda nefndarinnar í febrúar og mars 2003. Einar K. Guðfinnsson segir augljóst mál að það verði rætt enda hafi utanríkismálanefnd verið kölluð saman til fundar síðar í vikunni til að fjalla um meðferð trúnaðarupplýsinga.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira