Varðstjóri hjá slökkviliði segir að enn sem komið er sé þetta eina útkallið vegna vatnstjóns en að slíkt komi oft í ljós þegar fólk fer á fætur og að þá sé skaðinn oft þegar skeður.
Það hefur verið slydda og rigning í nótt og nokkur hlýindi sem hefur leitt til þess að snjór hefur bráðnað. Mikið slabb er því á götum og pollar myndast.
Varðstjóri hvetur fólk til að hreinsa vel frá niðurföllum til að koma í veg fyrir tjón.