Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2024 14:39 Eyjólfur Ármannsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur áður talað um að bókun 35 stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Vísir/Rúnar Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“ Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11