Slóvenar eru brothættir 24. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum. Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira