Líkami fyrir styttra líf? 24. janúar 2005 00:01 Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun