Lögreglufréttir 24. janúar 2005 00:01 Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Ó happ við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Ó happ við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira