Sport

32 marka sigur á Áströlum

Spánverjar sigruðu Ástrali með 32 marka mun, 19-51, á HM í handbolta í Túnis í dag en liðin leika í C-riðli. Þetta er annað stórtap Ástrala í tveimur leikjum en þeira steinlágu 39-16 fyrir Svíum í gær. Það örlar á óánægju annarra þjóða en óneitanlega vekur þetta upp spurningar um tilgang þátttöku þeirra á heimsmeistaramóti, eða fyrirkomulag á því hvernig lið tryggja sér þátttöku á slík mót. Króatar unnu öruggan sigur á Japan í sama riðli, 25-34 og Svíar lögðu rétt í þessu Argentínumenn, 23-30 en þetta er önnur umferð riðilsins. Í D-riðli Unnu Egyptar sigur á Serbíu og Svartfjallalandi, 24-22, Þjóðverjar unnu Brasilíumenn 23-30 og nú stendur yfir leikur Noregs og Qatar en þetta er fyrsta umferð riðilsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×