Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot 25. janúar 2005 00:01 Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira