Þvílíkur klaufaskapur 25. janúar 2005 00:01 Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu. Íslenski handboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum