Dómur áhrif á gerð kjarasamninga 26. janúar 2005 00:01 "Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
"Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira