Til skammar fyrir landið 27. janúar 2005 00:01 Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira